Könnun um stafræna hæfni innan ferðaþjónustunnar

Hver er þín þörf á fræðslu í stafrænum lausnum?

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa, SAF, Íslenski Ferðaklasinn og Áfangastaðastofur landshlutanna hafa ákveðið að fara sameiginlega í verkefni til að auka stafræna hæfni í greininni. 

Til að meta þörf fyrir fræðslu á stafrænum lausnum fyrir greinina biðjum við þig um að svara eftirfarandi könnun.

Markmið könnunar er að greina hvaða fræðsla getur hjálpað þér að innleiða og nýta stafrænar lausnir.

Athugaðu að könnunin er nafnlaus og því verður ekki hægt að rekja svör til einstakra svarenda.

Vinsamlegast smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að svara könnuninni.

Hafðu samband