Menntamorgunn: Nýtt nám í ferðaþjónustu

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar þriðjudaginn 9. maí nk. kl. 9.00. Á fundinum verður kynning á nýju námi í ferðaþjónustu sem var þróað í samvinnu við atvinnugreinina og menntakerfin.

Dagskrá stendur frá 9.00 til 9.45 og hægt verður að fylgjast með í streymi á facebook viðburðinum.

Dagskrá:

Hæfni er grunnur að gæðum
Haukur Harðarson, verkefnastjóri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar

Í takt við tímann
Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla

Framhaldsfræðslan og ferðaþjónustan
Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri SÍMEY og formaður Símenntar

Menntun og mannauður
Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Bláa Lónsins

Fundarstjóri er Hildur Betty Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Hafðu samband