Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, heimsótti Hæfnisetur ferðaþjónustunnar þann 11. janúar síðastliðinn og fundaði með starfsfólki og stýrihóp Hæfnisetursins. Ráðherra fékk kynningu á verkefnum og verkfærum Hæfnisetursins. Auk þess var rætt um framkvæmd námslínu í ferðaþjónustu.
Við þökkum Lilju kærlega fyrir komuna.
Á myndinni frá vinstri til hægri: Elías Bj. Gíslason (Ferðamálastofa), Ingvi Már Pálsson (menningar- og viðskiptaráðuneyti), Sunna Þórðardóttir (menningar- og viðskiptaráðuneyti), Haukur Harðarson (Hæfnisetur ferðaþjónustunnar), Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Hildur Betty Kristjánsdóttir (Hæfnisetur ferðaþjónustunnar), Alexandra Leonardsdóttir (ASÍ) og Jóhannes Þór Skúlason (SAF).