Menntamorgunn ferðaþjónustunnar: Gott að vita

Menntamorgunn ferðaþjónustunnar fer fram miðvikudaginn 12. október nk.   
kl. 9.00. í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.

Nú er komið að því að við hittumst í „raunheimum“ aftur eftir rúm tvö ár.
Boðið verður upp á léttar veitingar.

Við munum jafnframt streyma fundinum á facebook síðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar

Á fundinum verður sjónum beint að mikilvægi góðrar upplýsingagjafar.

Kynnt verður fræðslu- og stuðningsefni sem nýst getur við þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu.  

Dagskrá :

Goodtoknow.is – Kynning á nýju verkfæri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar 
Margrét Wendt, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar 

„Fólk deyr þarna úti í svona veðri“
Birna María Þorbjörnsdóttir, Verkefnastjóri slysavarna, Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Upplýsingar hvetja til ábyrgðar
Eva Karen Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Effect
 

Fundarstjóri Hildur Betty Kristjánsdóttir, framkvæmdarstjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Skráning hér fyrir þá sem mæta í Borgartún 35

Hafðu samband