Menntamorgunn ferðaþjónustunnar fer fram miðvikudaginn 12. október nk.
kl. 9.00. í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík.
Nú er komið að því að við hittumst í „raunheimum“ aftur eftir rúm tvö ár.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Við munum jafnframt streyma fundinum á facebook síðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.
Á fundinum verður sjónum beint að mikilvægi góðrar upplýsingagjafar.
Kynnt verður fræðslu- og stuðningsefni sem nýst getur við þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu.
Dagskrá :
Goodtoknow.is – Kynning á nýju verkfæri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar
Margrét Wendt, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar
„Fólk deyr þarna úti í svona veðri“
Birna María Þorbjörnsdóttir, Verkefnastjóri slysavarna, Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Upplýsingar hvetja til ábyrgðar
Eva Karen Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Effect
Fundarstjóri Hildur Betty Kristjánsdóttir, framkvæmdarstjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.