Nýr þáttur Ferðarinnar er kominn út.
Í þessum þætti ræðir Bryndís við forstöðukonu Fjölmenningarsetursins, Nichole Leigh Mosty og Aleksöndru Leonardsdóttur, sérfræðing hjá ASÍ og segja þær stöllur frá eigin upplifun við að flytja til Íslands, fjölmenningarhæfni í fyrirtækjum og mikilvægi þess að huga vel að erlendu starfsafli í ferðaþjónustu.
Ferðin – sögur úr ferðaþjónustunni er hlaðvarpsþáttur þar sem Hæfnisetur ferðaþjónustunnar fær stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja til sín í létt spjall. Viðmælendur deila reynslu sinni, segja frá helstu áskorunum í starfi og gefa góð ráð. Einnig koma fram sérfræðingar og fjalla um málefni ferðaþjónustunnar hverju sinni. Hlaðvarpið er ætlað öðrum til innblásturs og hvatningar.
Smelltu hér til að hlusta á þáttinn.