Nýr hlaðvarpsþáttur kominn í loftið 

Ferðin – sögur úr ferðaþjónustunni er nýr hlaðvarpsþáttur þar sem Hæfnisetur ferðaþjónustunnar fær stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja til sín í létt spjall. Viðmælendur deila reynslu sinni, segja frá helstu áskorunum í starfi og gefa góð ráð. Einnig koma fram sérfræðingar og fjalla um málefni ferðaþjónustunnar hverju sinni. Hlaðvarpið er ætlað öðrum til innblásturs og hvatningar. 

Fyrsti gestur hlaðvarpsins er Erla Ósk Ásgeirsdóttir, forstöðumaður upplifunar starfsmanna hjá Edition hóteli, fyrsta hótelinu í Reykjavík sem skartar 5-stjörnum. Hún var áður forstöðumaður mannauðs og menningar Icelandair hótela í yfir 6 ár og er því sannkallaður reynslubolti í mannauðsmálum innan hótelgeirans. Í þættinum segir Erla Ósk frá starfi sínu og deilir reynslu sinni meðal annars af ráðningum, móttökuferlinu, nýliðaþjálfun, starfsþróun, árangursmælingum og gefur góð ráð um það hvernig hvetja megi starfsfólk og stuðla að starfsánægju þess. „Þetta er besta fjárfestingin, að fjárfesta í starfsfólkinu,“ segir Erla Ósk, en hún segir þjónustuna skipta höfuðmáli þegar kemur upplifun gesta.  

Vonum að þið njótið Ferðarinnar. 

Hlusta á þátt. 

Hafðu samband