Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar miðvikudaginn 25. maí nk. kl. 9.00. Á fundinum verður sjónum beint að þjálfun og fræðslu starfsfólks og þeirri spurningu svarað hvernig hún skapar ávinning fyrir fyrirtæki.
Kynnt verður fjölbreytt fræðslu- og stuðningsefni sem nýst getur við þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu og hvaða leiðir er hægt að fara til að fjármagna fræðsluna.
Dagskrá stendur frá 9.00 til 9.45 og hægt verður að fylgjast með streymi á fésbókarsíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.
DAGSKRÁ
Nýliðaþjálfun – Kynning á nýju verkfæri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofu
Bryndís Skarphéðinsdóttir, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar
Menntun, fræðsla, þjálfun – Hvers vegna?
Þórir Erlingsson, framkvæmdastjóri Tailwind
Fjármagn til fyrirtækja, eitthvað fyrir þitt fyrirtæki?
Lísbet Einarsdóttir frá attin.is
Allir á sömu blaðsíðunni
Gentle Giants, handhafi menntasprota atvinnulífsins 2022
Jóhanna Sigríður Svavarsdóttir, starfsmannastjóri Gentle Giants
Fundarstjóri Haukur Harðarson, verkefnisstjóri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar