Erlent starfsfólk og ráðningarferlið: Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 1. mars

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar þriðjudaginn 1. mars nk. kl. 9.00. Á fundinum verður sjónum beint að ráðningarferli þegar kemur að ráðningu erlendra ríkisborgara og fjölmenningu á vinnustöðum. 

Fagleg og góð móttaka nýs starfsfólks er lykillinn að farsælu samstarfi. Mismunandi reglur gilda fyrir erlenda ríkisborgara eftir því hvort þeir koma frá aðildarríki innan eða utan EES/EFTA.

Kynntar verða leiðbeiningar fyrir atvinnurekendur og starfsfólk til að auðvelda þeim ráðningarferlið og gefa yfirsýn yfir það sem þarf að gera. 

Dagskrá stendur frá 9.00 til 9.45 og hægt verður að fylgjast með í streymi á fésbókarsíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.  

Skráning hér

DAGSKRÁ

Þegar ráða á erlenda ríkisborgara til starfa – Kynning á nýju verkfæri
Valdís A. Steingrímsdóttir, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar

Fjölbreytileikinn vinnur! Hvers vegna skiptir góð móttaka máli?
Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs

Áskoranir og tækifæri á fjölmenningarlegum vinnustað
Sólborg Steinþórsdóttir, hótelstjóri Icelandair hótel Mývatn

Reynslusaga
Lidija Lopac, vaktstjóri Icelandair hótel Reykjavík Marína

Fundarstjóri Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF

Hafðu samband