Seigla og vellíðan á vinnustað: Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 21. okt.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar fimmtudaginn 21, okt. nk. kl. 9.00.  Umfjöllunarefni fundarins er seigla og vellíðan á vinnustað.  

Fundurinn er ætlaður til innblásturs og hvatningar. Matti Ósvald atvinnumarkþjálfi flytur hvatningarorð, stjórnendur  ferðaþjónustufyrirtækja segja frá reynslu sinni og gefin verða góð ráð.  

Dagskrá stendur frá 9.00 til 9.45 og hægt verður að fylgjast með í streymi á fésbókarsíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.   

Skráning hér 

DAGSKRÁ 

Það er auðvelt að vera góður skipstjóri í logni
Matti Ósvald Stefánsson atvinnumarkþjálfi 

Málum þakið þegar sólin skín
Stefán Karl Snorrason, starfsþróunar- og gæðastjóri Íslandshótela 

Tækifæri í spilaborg
Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir, eigandi Midgard Adventure  

Seigluráð fyrir stjórnendur
Bryndís Skarphéðinsdóttir, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar

Fundarstjóri er Ágúst Elvar Bjarnason, verkefnastjóri SAF 

Sjá upptöku frá fundinum hér: https://www.facebook.com/Haefnisetur/videos/1009045522990650

Hafðu samband