Hæfnisetur ferðaþjónustunnar verður á ferð um Norðurland dagana 12.-14. okt. nk. til að kynna þær lausnir sem standa stjórnendum ferðaþjónustufyrirtækja til boða í fræðslumálum. Hæfnisetrið heimsækir fyrirtæki og símenntunarmiðstöðvar en býður jafnframt til opinna funda í samstarfi við Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar og Mývatnsstofu.
Dagskrá fundanna verður sem hér segir:
þri. 12. okt. Eyjafjarðarsveit, kl. 20 til 21.30, Brúnir Horse, Brúnir, 605 Akureyri
– Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar: Starfið framundan og risakýrin Edda
– Kjartan Sigurðsson fyrirlesari: Stuðlum að jákvæðri framtíð saman
– Hæfnisetur ferðaþjónustunnar: Fræðsla til framtíðar
mi. 13. okt. Mývatnssveit og Þingeyjarsveit, kl. 16 til 17.15, Icelandair hótel Mývatn,Veiðistofan
– Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps: Sókn er besta vörnin
– Kjartan Sigurðsson fyrirlesari: Stuðlum að jákvæðri framtíð saman
– Hæfnisetur ferðaþjónustunnar: Fræðsla til framtíðar