Velkomin til starfa: Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 27. maí

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar 27. maí nk. kl. 14.00. Umfjöllunarefni fundarins er fræðsla í ferðaþjónustu með áherslu á móttöku nýs starfsfólks.

Stjórnendur tveggja ferðaþjónustufyrirtækja segja frá reynslu sinni og áherslum af því að taka á móti starfsfólki, hvað hefur reynst þeim vel og hvernig þeir undirbúa sig og sitt starfsfólk sem er að mæta til starfa eftir hlé. Gefin verða góð ráð að farsælu samstarfi frá fyrsta degi.

Dagskrá stendur frá 14.00 til 14.45 og hægt verður að fylgjast með í streymi á fésbókarsíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar

Skráning hér

DAGSKRÁ 

Farsælt samstarf frá fyrsta degi  

Sif Svavarsdóttir, sérfræðingur frá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar 

Að koma til baka 

Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, eigandi Landnámsseturs Íslands 

Nýliðinn, þjálfarinn og leikmenn 

Jónína Magnúsdóttir, mannauðsmál hjá Blue Car Rental 

Hvatning 

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF 

Fundarstjóri er Ágúst Elvar Bjarnason, verkefnastjóri SAF  

Hafðu samband