Fyrirtæki geta sótt um styrki til fræðslu og þjálfunar úr starfsmenntasjóðum atvinnulífsins.
Starfsmenntasjóður verslunar og skrifstofufólks kynnti nýjar reglu í byrjun árs sem veita fyrirtækjum allt að 90% styrk án tillits til inneignar fyrirtækja.
Landsmennt og Starfsafl hafa ákveðið að rýmka úthlutunarreglur sjóðanna tímabundið, frá 15. mars til 31. ágúst 2020.
Landsmennt býður fyrirtækjum og einstaklingum fulla endurgreiðslu á stafrænum námskeiðum og Starfsafl býður upp á 90% endurgreiðslu námskeiða. Á þetta við um námskeið sem haldin eru innan fyrrnefnds tímaramma.
Fyrirtæki sækja um rafrænt í gegnum Áttina, sjá hér. Áttin er sameiginleg vefgátt starfsmenntasjóðanna.
Reglur sjóðanna eru mismunandi svo hvert og eitt fyrirtæki þarf að kynna sér nánar reglur þess sjóðs sem það á aðild að.
Landsmennt – fyrirtæki á almenna markaðnum á landsbyggðinni
Starfsafl – fyrirtæki á almenna markaðnum í Reykjavík og nágrenni
Starfsmenntasjóður verslunar og skrifstofufólks
IÐAN fræðslusetur