Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA), fyrir hönd Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, hefur gert samstarfssamning við RM Ráðgjöf í verkefninu Fræðsla í ferðaþjónustu.
Verkefnið snýr að miðlun fræðslu til fyrirtækja og starfsfólks í ferðaþjónustu og felur í sér greiningu á þörf fyrir fræðslu og þjálfun, fræðsluáætlun og mat á árangri. Starfið er unnið á forsendum ferðaþjónustunnar.
Að verkefninu koma nú níu fræðsluaðilar, þeir eru: Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi, Þekkingarnet Þingeyinga, Gerum betur, Fræðslunet Suðurlands, Framvegis, Mímir, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar – SÍMEY og RM Ráðgjöf. Þessir fræðsluaðilar sinna nú um 80 fyrirtækjum með yfir 2.300 starfmönnum.
Á mynd: Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri FA, og Ragnar Matthíasson, frá RM Ráðgjöf, við undirritun samningsins.