Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur endurnýjað samning sinn við Stefnu um þróun á rafrænni fræðslu fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Markmið með samningnum er að nýta smáforritið Veistu til að efla þekkingu framlínustarfsmanna í ferðaþjónustu. Veistu er hugbúnaður sem gefur möguleika á að útbúa skemmtilega spurningaleiki sem styðja við fræðslu. Spurningaleikjunum er síðan deilt með starfsfólki sem getur svarað þeim í snjalltækjum. Hæfnisetrið mun þróa grunnsöfn spurninga sem fyrirtæki og samstarfsaðilar Hæfnisetursins geta fengið aðgang að.
Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri FA og Hæfnisetursins, Hildur Oddsdóttir, sérfræðingur hjá Hæfnisetrinu, og Jóhanna María Kristjánsdóttir frá Stefnu ehf., við undirritun samningsins.
Nánar um Veistu má finna hér