Árið 2018 vann Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hörðum höndum að því að aðstoða og koma á tengslum fræðsluaðila og fyrirtækja. Á árinu var samið við um 70 fyrirtæki í ferðaþjónustu með tæplega 2.000 starfsmenn. Tengt því verkefni er þróun starfsfólks Hæfnisetursins á rafrænum tækjum til að nota í fræðslu, meðal annars með vinnslu fagorðalista, þjálfunarefnis og smáforrita. Þá fundaði Hæfnisetrið með ótal fyrirtækjum og starfsfólki á árinu í eins konar rýnihópum sem Hæfnisetrið setti á stofn til að meta þarfir ferðaþjónustunnar fyrir breytt eða nýtt nám í formlega skólakerfinu. Áherslurnar á árinu voru að smíða, prófa og þróa.
Tímaás prýðir ársskýrsluna þar sem stiklað er á stóru yfir starfsemina árið 2018.
Smelltu hér til að nálgast ársskýrslu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.