Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, fyrir hönd Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, og Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi hafa undirritað samstarfssamning um heimsóknir og fræðslu til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Er Símenntunarmiðstöðin þar með komin í hóp átta fræðsluaðila sem vinna með Hæfnisetrinu að því að auka hæfni starfsfólks ferðaþjónustunnar.
Við bjóðum Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi velkomna til samstarfs.
Ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu er bent á að hafa samband við Símenntunarmiðstöðina óski þau eftir samtali um möguleika á þjálfun og fræðslu.
Á mynd: Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri FA, og Inga Dóra Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi, við undirritun samstarfssamningsins.