Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, fyrir hönd Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, og Þekkingarnet Þingeyinga hafa undirritað samstarfssamning um heimsóknir og fræðslu til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Starfssvæði Þekkingarnets Þingeyinga er Þingeyjarsýslur, frá Vaðlaheiði að Langanesi. Þar er að finna fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki, til dæmis á Húsavík og í Mývatnssveit en einnig víða annars staðar.
Ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu er bent á að hafa samband við Þekkingarnetið óski þau eftir samtali um möguleika á þjálfun og fræðslu. Þekkingarnetið mun einnig á næstunni fara í skipulagt átak í að heimsækja fyrirtæki á svæðinu, í samstarfi við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar.