Share on facebook
Share on twitter

Þekkingarnet Þingeyinga og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar gera með sér samstarfssamning

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, fyrir hönd Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, og Þekkingarnet Þingeyinga hafa undirritað samstarfssamning um heimsóknir og fræðslu til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Starfssvæði Þekkingarnets Þingeyinga er Þingeyjarsýslur, frá Vaðlaheiði að Langanesi. Þar er að finna fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki, til dæmis á Húsavík og í Mývatnssveit en einnig víða annars staðar.

Ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu er bent á að hafa samband við Þekkingarnetið óski þau eftir samtali um möguleika á þjálfun og fræðslu. Þekkingarnetið mun einnig á næstunni fara í skipulagt átak í að heimsækja fyrirtæki á svæðinu, í samstarfi við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar.

Skráðu þig á póstlista Hæfnisetursins

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hýsir Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fjármagnar verkefnið

Hafðu samband