Hótel Skaftafell og söluskálinn Freysnesi er fjölskyldurekið fyrirtæki. Hótel Skaftafell sem Anna María Ragnarsdóttir stýrir ásamt fjölskyldu sinni er staðsett í einni af náttúruperlum Íslands og er því fullkomin staður til að gista á ef maður vill kanna stórkostlega náttúru.
Hótelið býður upp á 63 herbergi ásamt veitingastað og bar. Í söluskálanum er veitingastaður, verslun og bensínafgreiðsla. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 50 manns.
Eigendur eru stoltir af því að geta boðið gestum sínum góða þjónustu og notalegan stað til að dvelja á. Nýlega var undirritað samkomulag við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Fræðslunet Suðurlands um fræðslu og þjálfun fyrir starfsmenn. Í slíku samstarfi er tækifæri til að gera góða hluti betri.
Á myndinni er Valdís Steingrímsdóttir frá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar, Margrét Gauja Magnúsdóttir frá Hótel Skaftafelli, Sædís Ösp Valdimarsdóttir frá Fræðsluneti Suðurlands og Anna María Ragnarsdóttir frá Hótel Skaftafelli