Skrifað var undir samstarfssamningi við Gerum betur ehf. um miðlun fræðslu til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Gerum betur ehf. bættist í þann góða hóp fræðsluaðila sem fyrir var og hefur starfað með Hæfnisetri ferðaþjónustunnar í rúmt ár. Það eru MÍMIR símenntun, Fræðslunet Suðurlands og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur ehf. hefur á annan áratug haldið fjölda námskeiða um þjónustu og mismunandi menningarheima fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Námskeiðin eru í boði sem vefnámskeið í gegnum tölvu og síma. Hún veitir einnig ráðgjöf um stjórnun og hönnun þjónustu og fræðslu. Dæmi um umsagnir má sjá HÉR.
Margrét er með M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, M.Sc. í alþjóða markaðsfræði frá University of Strathclyde í Glasgow og B.Sc. í matvælafræði frá Oregon State University í Bandaríkjunum.
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar býður Gerum betur ehf. velkomin í hópinn.
Á myndinni er Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur ehf.