Stracta hótel, Fræðslunet Suðurlands og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hafa undirritað samning um tilraunaverkefni um fræðslu og þjálfun starfsmanna. Markmið þess er að efla gæði og færni í ferðaþjónustu hér á landi.
Stracta Hótel er staðsett á Hellu og er búið fjölbreyttri og góðri aðstöðu til hvíldar og afþreyingar. Hótelið leggur áherslu á jákvæða upplifun af gistingunni, veitingunum og þjónustunni í nánum tengslum við náttúruna. Matreiðslumennirnir leggja áherslu á hráefni úr næsta nágrenni eins og kostur er. Hótelið tók til starfa í júní 2014. Á Stracta hótel starfa á milli 40 til 60 starfsmenn eftir árstíðum.
Á myndinni sem var tekin við undirritun samninga eru þau Eyjólfur Sturlaugsson framkvæmdastjóri Fræðslunetsins, Svava Sæberg veitingastjóri og Jacek Miroslaw Sosnowski matreiðslumaður frá Stracta hótel á Hellu.