Bílaleigan Geysir í Reykjanesbæ er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1973. Reksturinn hefur verið í núverandi mynd frá árinu 2003 og fjöldi starfsmanna er vel á fimmta tug. Fyrirtækið er með gæðavottun Vakans
Lögð er áhersla á að allir starfsmenn vinni að því markmiði að viðskiptavinirnir séu ánægðir og fái eins persónulega og góða þjónustu eins og möguleg er
Það er alþjóðlegt yfirbragð hjá Geysi þar starfar fólk frá hinum ýmsum stöðum eins og Íslandi, Hondúras, Bandaríkjunum, Bretlandi, Litháen og Póllandi. Bílaleigan Geysir er fyrsta fyrirtækið á Suðurnesjunum sem tekur þátt í tilraunaverkefni um fræðslu í samstarfi við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.