Árangursmælikvarðar – verkfæri fyrir sí- og endurmenntun

KOMPÁS og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins / Hæfnisetur ferðaþjónustunnar ætla ásamt sérfræðingum og reynsluboltum úr atvinnulífi og skólum að takast á við áskorunina að finna árangursmælikvarða / verkfæri fyrir sí- og endurmenntun. Mánudaginn 12. febrúar hittist ráðgjafahópur til að ræða þetta frekar og hvernig árangursmat gæti verið framkvæmt. Mikil þekking er til á þessu sviði, en áskorunin er að finna eða útbúa verkfærin.

Við köllum eftir öllum ábendingum og hugmyndum í þessu sambandi – Vinsamlegast hafið samband við Svein hjá FA í sveinn@frae.is og eða Björgvin í bf@kompas.is eða 864 4604

 

 

Hafðu samband