Local Guide ehf Hofsnes Öræfum er fjölskyldufyrirtæki sem hefur boðið upp á leiðsögn í ferðum á Vatnajökul síðan 1991. Þriðja kynslóð er tekin við núna. Starfsmenn eru 5 til 10 eftir árstíðum. Þjálfun starfsfólks er nokkuð hefðbundin. Við gerum þær kröfum að allt starfsfólk verða að fara í gegnum AMEG kerfið til þess að geta verið fjallaleiðsögumenn. Starfsfólk okkar þarf að hafa gilt skyndihjálpar skírteini eða WFR, læknir á fjöllum. Allt starfsfólk þarf að vera með meirapróf og fara í gegnum endurmenntun bílstjóra.
Við verðum að þjálfa okkar starfsfólk vel vegna þess að öryggi gesta á jökli skiptir öllu máli. Við erum með starfsfólk sem er með mikla og góða staðarþekkingu og við fræðum okkar starfsfólk um íshellana og ferðirnar sem við bjóðum upp á. Við höfum jafnframt verið með fyrirlestra frá sérfræðingum eins og t.d. frá jöklafræðingi segir Helen María