Þann 22. nóvember var Hugtakasafn ferðaþjónustunnar gert aðgengilegt á www.kompás.is Hugtakasafnið inniheldur um 340 orð og hugtök á íslensku og ensku sem tíðkast að nota innan ferðaþjónustunnar.
Hugtakasafnið er afrakstur samstarfsverkefnis milli fulltrúa fyrirtækjanna Atlantik, GJ Travel, Gray Line og Iceland Travel undir handleiðslu KOMPÁS Þekkingarsamfélagsins í samstarfi við Íslenska Ferðaklasann. Fjöldi annarra aðila hefur lagt þessari vinnu lið með framlögðum heimildum, ábendingum og yfirlestri.