Hótel Höfn er á Höfn í Hornafirði og er staðsett við sjávarsíðuna með magnað útsýni yfir jökulinn, fjöllin og fjörðinn. Hótelið hefur verið starfandi síðan 1966. Á sumrin starfa um 50 manns á hótelinu en fer niður í 25 til 30 yfir vetrarmánuðina. Fanney Björg Sveinsdóttir, hótel- og framkvæmdastjóri segir að þau leggi áherslu á að fjárfesta í mannauðnum vegna þess að það sé lykillinn að því að ná langt í ferðaþjónustu.
þjálfun starfsmanna skipti miklu máli, þjálfunin skili sér í öruggara starfsfólki, meiri færni og ánægðari viðskiptavinum segir Fanney Björg. Síðastliðið vor var starfræktur vísir af hótelskóla þar sem allt starfsfólk fór á námskeið og vinnustofur í eina viku, það myndaðist hvati hjá starfsfólkinu að standa sig betur vegna þess að það upplifði að verið væri að fjárfesta í því. Jafnframt erum við líka með fræðsluáætlun sem er keyrð allt árið segir Fanney Björg.
Þjálfunin sem hentar okkur best eru snarpar vinnulotur og að námskeiðin fari fram á staðnum, eins og t.d. námskeið sem voru haldin fyrir þjóna í kaffi, vínum og eftirréttum þau skiluðu sér í meiri sölu. Við nýtum okkur jafnframt fræðslu og þjálfun frá birgjum. Fanney Björk segir að innri þjálfun sé mjög mikilvæg og það sé lögð áhersla á að lykilstjórnendur séu með vinnustofur hver og einn í sinni deild.
Hótel Höfn er í samstarfi við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu. Gerður var þríhliða samningur milli Hótels Hafnar, Framhaldsskólans í A-Skaftafellssýslu og nemandans um starfsnám í ferðaþjónustu á Hótel Höfn. Þrír nemendur við skólann eru að vinna á Hótel Höfn undir leiðsögn fagmanna í fagreinum eins og þjóni, bakara og matreiðslumanns, og fá það metið inn í nám sitt til stúdentsprófs í FAS. Vonir standa til að í nánustu framtíð verði boðið upp á nám við þessari faggreinar á landsbyggðinni og þannig styrkari stoðum komið undir ferðaþjónustuna með hámarks fagmennsku og gæði að vopni segir Fanney Björk að lokum.