Systrakaffi er fjölskyldurekið kaffihús á Kirkjubæjarklaustri og var stofnað árið 2001. Staðurinn er opin alla daga yfir sumarmánuðina og býður upp á ljúffengan mat við allra hæfi. Jafnframt reka sömu aðilar Skaftárskála. Starfsmenn eru hátt i 30 yfir sumarmánuðina en 12 til 17 manns er starfandi yfir vetrarmánuðina. Vaktstjórar sjá alfarið um þjálfun nýliða og síðan erum við með námskeið frá birgjum segir Auður einn af eigendum. Fræðsla og þjálfun starfsmanna skilar sér í öruggara verklagi og betri sölu. Auður telur að verkleg kennsla skili meira en fyrirlestrar og það þurfi að vera sveigjanleiki vegna þess að unnið er á vöktum og jafnvel þurfi að keyra sum námskeið tvisvar. Sú þjálfun sem við erum að sækjast eftir er helst þjónustunámskeið, meðferð matvæla og fræðsla um óþol og ofnæmi.