Sjóðurinn veitir styrk til fyrirtækja vegna vinnustaðanáms nema í iðnnámi eða öðru námi á framhaldsskólastigi þar sem vinnustaðanám og starfsþjálfun er skilgreindur hluti námsins. Styrkurinn er til að stuðla að eflingu vinnustaðanáms og fjölga tækifærum nema til starfsþjálfunar. Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.
Sótt er um á heimasíðu Rannís www.rannis.is Frestur til að sækja um í Vinnustaðanámssjóð er til 14. nóvember 2017, kl. 16:00.