Veitingastaðirnir Kaffi krús, Tryggvaskáli og Yellow eru reknir af sömu aðilum.
Kaffi krús er í senn heimilislegt kaffihús og notalegur veitingastaður í hjarta Selfossbæjar. Í ár eru 25 ár síðan Kaffi krús opnaði en í dag starfa um 35 manns þar.
Tryggvaskáli opnaði 2013 og þar starfa um 20 starfsmenn. Matreiðslumenn Tryggvaskála leggja áherslu á hráefni úr héraði og með virðingu fyrir störfum bænda.
Yellow opnaði fyrir um ári síðan og býður upp á hollan mat sem bæði er hægt að borða á staðnum eða taka með. Þar starfa 10 starfsmenn.
Kaffi krús og Tryggvaskáli voru samstarfsaðilar Fræðslunets Suðurlands í tilraunakeyrslu á Fjarkanum, sem er nám fyrir ferðaþjónustuna og voru 5 starfsmenn frá okkur þátttakendur í náminu sem var 60 stundir segir Tómas Þóroddsson enn af eigendum. Við tókum einnig á móti þátttakendum frá öðrum þar sem veitt var fagleg leiðsögn frá framreiðslu- og matreiðslumönnum sem þar starfa en hluti námsins var verklegur.
Hægt er að nálgast upplýsingar um Fjarkann hér