Nýsköpunarverðlaun SAF 2017

 

– óskað er eftir tilnefningum til og með 3. nóvember

Samtök ferðaþjónustunnar afhenda á ári hverju nýsköpunarverðlaun samtakanna fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar. Kveðið er á um að heimilt sé að veita verðlaun vegna nýsköpunar allt að 300.000 krónum fyrir verkefni sem stjórn sjóðsins telur að skari fram úr hverju sinni. Eru félagsmenn sem aðrir vinsamlega hvattir til að senda tilnefningar ásamt rökstuðningi til skrifstofu SAF til og með 3. nóvember á netfangið saf@saf.is eða með því að senda póst í Borgartún 35, 105 Reykjavík. Nú er lag – tökum virkan þátt!

Mynd: Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela og stjórnarmaður í SAF, stýrði athöfninni og gerði María Guðmundsdóttir, formaður dómnefndar, grein fyrir niðurstöðu dómnefndar. Dómnefndina skipuðu auk Maríu þau Einar Bárðarson, rekstrarstjóri Reykjavík Excursions og fulltrúi fyrirtækja innan SAF og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála.

Hafðu samband