TTRAIN námskeið fyrir starfsþjálfa að fara af stað

Háskólinn á Bifröst heldur þjú námskeið fyrir starfsþjálfa í ferðaþjónustu, TTRAIN, á haustönn 2017. Kennslulotur fara fram í Reykjavík.

Starfsþjálfanámið, TTRAIN, snýst um að þróa aðferðir til að mennta einstaklinga innan ferðaþjónustunnar sem sér um þjálfun nýrra starfsmanna innan fyrirtækja sem og endurmenntun þeirra sem fyrir eru. Námið byggir á samevrópsku verkefni sem styrkt var af Erasmus+ menntaáætlun ESB.  Verkefnisstjórn var í höndum Rannsóknaseturs verslunarinnar og tóku Samtök ferðaþjónustunnar og Háskólinn á Bifröst einnig þátt í verkefninu.

Alls hafa á þriðja tug starfsmanna íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja lokið náminu. Kennt er einn dag í viku í þrjár vikur en þjálfunin fer fram í alls sex lotum sem hver um sig er helguð ákveðnum hæfniþáttum.  Unnið er undir handleiðslu kennara og er mikil áhersla á skapandi lausnir. Hver og einn vinnur sjálfstætt að verkefnum á vinnustað sem tengjast þeirra starfssviði.  Handleiðslu kennara lýkur einum til tveimur mánuðum eftir útskrift af námskeiðinu.

Næstu námskeið verða sem hér segir:

  • Október – kennsludagar 4., 11., og 18. október
  • Nóvember – kennsludagar 7., 14., og 21. nóvember

Opið er fyrir umsóknir á heimasíðu skólans. Fullt verð er 115.000 kr., verð fyrir félagsmenn í SAF 97.000 kr.

Nánari upplýsingar veita María Guðmundsdóttir í síma 822 0056 og á netfangið maria (hjá) saf.is og Hulda I. Rafnarsdóttir í síma 433 3133 og á netfangið simenntun (hjá) bifrost.is

Hafðu samband