Kynningarfundur Hæfniseturs ferðaþjónustunnar á Þjálfun í gestrisni verður þriðjudaginn 15. maí, kl. 14:00 – 15:00 í Kviku, Húsi atvinnulífsins. Allir velkomnir. Skráning hér
Þjálfun í gestrisni er efni ætlað til þjálfunar og fræðslu á vinnustað. Fræðsluefnið byggir á raundæmum en það eru fjölbreyttar sögur af atburðarás sem átt hefur sér stað við ákveðnar aðstæður. Efnið skiptist í fjóra flokka: Móttaka og aðbúnaður, veitingar, þrif og umgengni og bílaleiga. Í hverjum starfaflokki eru tíu raundæmi og verkefni. Sjá dagskrá kynningarfundar hér