Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur náð að festa sig í sessi sem sérfræðisetur sem aðstoðar stjórnendur við að koma á fræðslu og þjálfun í ferðaþjónustufyrirtækjum.
Bráðum eru sex ár síðan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gerði samning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um að hýsa Hæfnisetrið. Í dag fjármagnar menningar- og viðskiptaráðuneytið verkefnið. Á þeim tíma hefur starfsfólk Hæfnisetursins heimsótt yfir 320 ferðaþjónustufyrirtæki um land allt og kynnt þeim starfsemina. Alls hafa 183 fyrirtæki ákveðið að fjárfesta í hæfni starfsfólks og hefur fræðslan náð til 3750 starfsmanna. Starfsmenntasjóðirnir hafa hér gegnt veigamiklu hlutverki með því að veita fræðslustyrki. Markmiðið er að auka framleiðni og gæði í ferðaþjónustu sem og fagmennsku og starfsánægju sem aftur leiðir af sér minni starfsmannaveltu. Verkefnið styður við markmið og framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 um að atvinnugreinin einkennist af fagmennsku og að starfsfólk hafi þá hæfni sem þarf til að standast væntingar ferðamanna um einstaka upplifun á ferðalagi sínu um Ísland.
Nauðsynlegt er að gera fólki með fjölbreyttan bakgrunn kleift að auka færni sína. Slíkt styður við verðmætasköpun í samfélaginu og mætir eftirspurn atvinnulífsins. Því hafa Hæfnisetrið og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins unnið að uppbyggingu á námslínu í ferðaþjónustu í samstarfi við framhaldsfræðslu, atvinnugreinina og ýmsa hagaðila. Nýtt verkfæri „Fagbréf atvinnulífsins“ var einnig kynnt til leiks á árinu og veitir það staðfestingu á færni til að sinna ákveðnu starfi. Innan ferðaþjónustunnar er hægt að öðlast fagbréf fyrir tvenns konar störf; móttöku á gististöðum og þjónustu í veitingasal. Fagbréfin er hægt að meta til styttingar á fyrrnefndri námslínu.
Gert er ráð fyrir að ferðamönnum muni fjölga umtalsvert á næstu árum. Þess vegna er mikilvægt að halda áfram að styðja ferðaþjónustufyrirtæki við að fjárfesta í hæfni starfsfólks, byggja upp traustan rekstrargrundvöll og skapa sér aukið samkeppnisforskot. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur sýnt styrk sinn í þessum efnum með virku samstarfi og samtali við ferðaþjónustuna, menntakerfið og hagaðila. Í árslok 2022 var starfsfólk Hæfnisetursins í 3,32 stöðugildum. Ég vil þakka stýrihópi og starfsfólki verkefnisins fyrir frábært samstarf á árinu 2022 og öllum þeim sem við höfum unnið með.
Hildur Betty nýr framkvæmdastjóri FA og Hæfnisetursins
Menntaspjall: Góð þjónusta – hvað þarf til?
Hlaðvarpið Ferðin hefur göngu sína
Vinnudagur stýrihóps Hæfnisetursins
Svæðisgarðurinn Snæfellsnes lýkur verkefninu „Fræðsla til framtíðar“
Fundur á Akureyri með samstarfsaðilum um ferðamálanám á breiðum grunni
Ferðin: Hvernig er best að huga að erlendu starfsfólki?
Hæfnisetrið tekur þátt í samhristingi í Dalabyggð
Vinnudagur starfsfólks Hæfniseturins um áherslur fyrir árið 2023
Ársskýrsla Hæfnisetursins fyrir árið 2021 kemur út
Menntamorgunn: Erlent starfsfólk í ferðaþjónustu – Ráðningarferli og fjölmenning
Verkfærið Ráðningarferli erlends starfsfólks kemur út
Hæfnisetrið á ferð og flugi um Austur- og Norðurland
Hæfnisetrið heimsækir fyrirtæki og stofnanir á Ísafirði
Goodtoknow.is fer í loftið
Hæfnisetrið á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar
á Vesturlandi
Menntamorgunn og Menntaspjall: Gott að vita – Upplýsingagjöf, öryggi og ábyrgð
Menntamorgunn: Vilt þú ná árangri í markaðssetningu á samfélagsmiðlum?
Hæfnisetrið kynnir starfsemi sína á rafrænum morgunfundi Austurbrúar
Febrúar
Hildur Betty nýr framkvæmdastjóri FA og Hæfnisetursins
Mars
Ársskýrsla Hæfnisetursins fyrir árið 2021 kemur út
Menntamorgunn: Erlent starfsfólk í ferðaþjónustu – Ráðningarferli og fjölmenning
Verkfærið Ráðningarferli erlends starfsfólks kemur út
Apríl
Ný og endurbætt stafræn verkfæri fyrir ferðaþjónustuna kynnt á hæfni.is.
Maí
Verkfærið Nýliðaþjálfun kemur út
Menntamorgunn:
Góð þjónusta – hvað þarf til?
Júní
Menntaspjall: Góð þjónusta – hvað þarf til?
Hlaðvarpið Ferðin hefur göngu sína
Vinnudagur stýrihóps Hæfnisetursins
Svæðisgarðurinn Snæfellsnes lýkur verkefninu „Fræðsla til framtíðar“
Ágúst
Hæfnisetrið á ferð og flugi um Austur- og Norðurland
September
Fundur á Akureyri með samstarfsaðilum um ferða- málanám á breiðum grunni
Ferðin: Hvernig er best að huga að erlendu starfsfólki?
Október
Hæfnisetrið heimsækir fyrir- tæki og stofnanir á Ísafirði
Goodtoknow.is fer í loftið
Hæfnisetrið á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar
á Vesturlandi
Menntamorgunn og Menntaspjall: Gott að vita – Upplýsingagjöf, öryggi og ábyrgð.
Nóvember
Hæfnisetrið tekur þátt í samhristingi í Dalabyggð
Vinnudagur starfsfólks Hæfniseturins um áherslur fyrir árið 2023
Desember
Menntamorgunn: Vilt þú ná árangri í markaðssetningu á samfélagsmiðlum?
Hæfnisetrið kynnir starfsemi sína á rafrænum morgunfundi Austurbrúar
Útgjöld í þkr. | 2021 | 2022 |
---|---|---|
Laun Kynningarkostnaður Ferðakostnaður Annar kostnaður | 50.076 2.432 460 538 | 41.390 6.339 566 1.371 |
Samtals | 53.506 | 49.666 |
Hæfnisetrið starfar á forsendum ferðaþjónustunnar við að efla hæfni og gæði í atvinnugreininni. Unnið er samkvæmt þjónustusamningi við menningar- og viðskiptaráðuneytið og gildir samningurinn til loka árs 2023. Framlög ráðuneytisins nema 50 m.kr. á ári. Hæfnisetrið er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA).
Gert er ráð fyrir fjölgun erlendra ferðamanna til Íslands og samkvæmt nýjustu spám verður heildarfjölda þeirra um þrjár milljónir árið 2025. Sjálfvirknivæðing og breytingar á vinnumarkaði fækka einföldum störfum.
Auknar kröfur eru gerðar til starfsfólks um að það sýni sjálfstæði og ábyrgð, haldi utan um verkefni og stýri verkþáttum. Einnig er fullorðinsfræðslan að breytast hratt. Sífellt meiri áhersla er á vinnustaðinn sem námsstað og að stjórnendur hafi aðgang að verkfærum til að geta sinnt þeirri þróun sem best.
Samhliða hefur ferðaþjónustan talað fyrir því að til staðar sé starfstengt og viðeigandi nám, bæði á háskóla- og framhaldsskólastigi. Í skýrslunni „Hæfni er grunnur að gæðum“ er niðurstaðan sú að mikil þörf sé fyrir verklega færni í tengslum við þjónustustörf. Framboð á viðurkenndu og hagnýtu starfsnámi í ferðaþjónustu, sem fer fram á vinnustað og í skóla og á skýra tilvísun í störf, þarf að aukast til muna. Nám verði þrepaskipt, hagnýtt og aðgengilegt, byggt á hæfniramma um íslenska menntun. Að þessu hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar unnið frá stofnun og nú hillir undir árangur.
Hér eru gæði og þekking lykilatriði í því að standast alþjóðlega samkeppni. Einnig þarf að viðhalda og jafnvel hækka enn frekar meðmælaskor ferðamanna. Samhliða þarf atvinnugreinin að standa undir væntingum samfélagsins. Það sem mestu ræður um þann árangur sem Hæfnisetrið hefur náð er samtal og samvinna við atvinnugreinina og fræðsluaðila um þarfir og útfærslur. Það verða áfram áherslur í okkar starfi.
Í stýrihópi Hæfniseturs ferðaþjónustunnar sitja fjórir fulltrúar tilnefndir af SAF, ASÍ, Ferðamálastofu og menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Hlutverk stýrihóps er meðal annars að móta stefnu og forgangsraða verkefnum, greiða fyrir tengingum við hagaðila, fyrirtæki, stéttarfélög, formlega skólakerfið og ráðuneyti og meta afurðir með reglubundnum hætti. Á árinu fundaði stýrihópurinn sjö sinnum.
Þær breytingar urðu á stýrihópnum á árinu að Aleksandra Leonardsdóttir tók við sæti Fríðu Valdimarsdóttur. Jafnframt dró mennta- og menningarmálaráðuneytið fulltrúa sinn úr stýrihópnum.
Jóhannes Þór Skúlason (SAF – Samtök ferðaþjónustunnar), formaður
Aleksandra Leonardsdóttir (ASÍ – Alþýðusamband Íslands)
Elías Bj. Gíslason (Ferðamálastofa)
Sunna Þórðardóttir (menningar- og viðskiptaráðuneytið)
Ferðaþjónusta er fremur ný atvinnugrein á Íslandi og óhætt er að fullyrða að uppbygging hennar hafi verið hröð á síðustu árum. Oft er talað um „vaxtarverki” þegar slík umskipti verða í samfélaginu en það er mikilvægt að slíkar útskýringar, og í mörgum tilfellum afsakanir, víki fyrir raunhæfum markmiðum um framþróun starfsgreinarinnar. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í ferðaþjónustu er mikil. Í því samhengi er mikilvægt að hafa í huga að hátt hlutfall starfsfólks í ferðaþjónustu er af erlendum uppruna. Tímabært er að stíga ný og metnaðarfull skref til að nýta í senn hæfni og þekkingu starfsfólks og auka aðgengi þess að íslensku samfélagi og menningu. Mikilvægt er að sátt verði um ábyrgð ferðaþjónustunnar í mótun fjölmenningarlegs samfélags.
Árið 2019 kom út skýrslan „Innflytjendur í ferðaþjónustu – drifkraftur vaxtar og hagsældar – Umbreytingar á íslenskum vinnumarkaði“ eftir Dr. Hallfríði Þórarinsdóttur. Þessi skýrsla er dapurleg lesning. Skýrslan geymir í raun þau verkefni sem brýnast er að takast á við með tilliti til hæfni og fagmennsku stjórnenda og starfsfólks í ferðaþjónustu. Þar kemur fram að 2019 var áætlað að um 40% allra skráðra innflytjenda á vinnumarkaði væru starfandi í ferðaþjónustu og að hlutfall erlends starfsfólks á hótelum og gistiheimilum væri yfir 75%. Oftast er um að ræða ósérhæft starfsfólk í neðstu þrepum launastigans. Helsta forsenda framgangs í starfi er enskukunnátta. Íslenska er yfirleitt ekki notuð á vinnustaðnum.
Skýrslan leiðir í ljós að fyrirtæki í ferðaþjónustu eru oft haldin skammsýni þegar kemur að þeim auði sem er að finna í röðum starfsfólks þeirra. Margir þættir stuðla að vellíðan fólks á vinnustað en viðurkenning á hæfni og tækifæri til starfsþróunar vega þungt. Ánægt starfsfólk tryggir stöðugleika í mannafla og rekstri og veitir fyrirtækjum aukna möguleika til vaxtar og metnaðarfullra áforma. Aukin þekking og menntun hefur jákvæð áhrif á gæði þjónustu sem leiðir til aukinnar arðsemi fyrirtækja. Fyrsta skref hjá fyrirtækjum gæti verið að kynna sér þá menntun, þekkingu og reynslu sem erlenda starfsfólkið þeirra býr yfir og leita leiða til að nýta sér þennan mannauð.
Það á að vera metnaðarmál fyrirtækja í ferðaþjónustu að vera leiðandi í því að auka hæfni starfsfólk síns í íslensku máli. Með því að huga að aðgengi starfsfólks að íslensku máli og íslensku samfélagi stuðla eigendur og stjórnendur fyrirtækja enn fremur að betri líðan starfsfólks og auknum vilja þess til að ná árangri í starfi.
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er vettvangur til að efla kunnáttu og fagmennsku stjórnenda og starfsfólks. Þar hafa verið þróaðar aðferðir til að hjálpa fyrirtækjum að greina fræðsluþarfir og þróa lausnir til að efla hæfni og fagmennsku þeirra. Mikilvægt er að fyrirtækin nýti það í öllum þeim áskorunum sem bæði greinin og samfélagið í heild standa frammi fyrir. Fjárfesting í mannauðnum er öllum til hagsbóta.
Á árinu kynnti Hæfnisetur ferðaþjónustunnar þrjú ný verkfæri sem auðvelda þjálfun og ráðningar starfsfólks. Öll verkfærin eru aðgengileg á hæfni.is, stjórnendum og starfsfólki að kostnaðarlausu.
Til að gefa stjórnendum og starfsfólki yfirsýn yfir ráðningarferli erlends starfsfólks setti Hæfnisetur ferðaþjónustunnar saman leiðbeiningar, sem unnar voru í samstarfi við Fjölmenningarsetur, SAF, ASÍ og ferðaþjónustufyrirtæki.
Mismunandi reglur gilda fyrir erlenda ríkisborgara eftir því hvort fólk kemur frá aðildarríki innan eða utan EES/EFTA og því skiptast leiðbeiningarnar í tvennt. Tilgangur þeirra er að auðvelda stjórnendum ráðningarferlið, auka upplýsingaflæði til starfsfólks og styðja við góða móttöku erlendra ríkisborgara á íslenskan vinnumarkað.
Endurnýjun starfsfólks og þjálfun nýliða voru meðal helstu áskorana stjórnenda á árinu 2022. Til þess að auðvelda móttöku nýs starfsfólks þróaði Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, í samstarfi við Ferðamálastofu, verkfæri sem nýtist við þjálfun.
Verkfærið inniheldur annars vegar stuðningsefni fyrir stjórnendur sem aðstoðar við að setja upp skilvirkt móttökuferli og hins vegar fræðsluefni til þjálfunar á vinnustað. Fræðsluefnið skiptist í fjóra flokka:
Verkfærið var meðal annars unnið út frá upplýsingum og gögnum frá Vakanum, hæfni.is og Typsy. Við þróun efnisins var jafnframt óskað eftir endurgjöf og hugmyndum frá fyrirtækjum og starfsfólki í ferðaþjónustu.
Goodtoknow.is er upplýsinga- og fræðsluvefur sem hefur það markmið að auðvelda framlínustarfsfólki að veita ferðamönnum góðar og gagnlegar upplýsingar. Vefurinn nýtist sérstaklega þeim sem hafa ekki áður starfað í ferðaþjónustu. Á vefnum má finna ýmsar upplýsingar um áfangastaðinn Ísland, meðal annars um íslensku þjóðina, landafræði, fjölda ferðamanna, áfangastaði og öryggisatriði.
Hugmyndin að vefnum kom frá Ferðamálastofu og var Hæfnisetri ferðaþjónustunnar falið að útfæra hana. Auk Ferðamálastofu komu áfangastaða- og markaðsstofur landshlutanna, Safetravel og ASÍ að verkefninu. Vefurinn var einnig lagður fyrir stjórnendur og starfsfólk í ferðaþjónustu sem gáfu endurgjöf á efnið. Landsmennt, Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks styrktu verkefnið.
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins tók þátt í evrópska verkefninu Enterprised um þróun raundæma í ferðaþjónustu. Eftir að verkefninu lauk voru raundæmin aðlöguð íslenskum aðstæðum og samhliða hófst vinna við að samræma þau við raundæmi frá Gerum betur sem hluta af verkfærinu Þjálfun í gestrisni á hæfni.is. Raundæmin frá Enterprised og Gerum betur voru birt saman undir nýju heiti, Starfsþjálfun með raundæmum.
Helga Margrét Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Landnámsseturs Íslands
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar býður stjórnendum í ferðaþjónustu upp á ráðgjöf og stuðning. Markmiðið er að aðstoða stjórnendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja við að greina fræðsluþarfir starfsfólks, setja upp fræðslu í samræmi við þarfir og mæla árangur. Jafnframt fá stjórnendur þjálfun í að nýta sér verkfæri Hæfnisetursins. Ráðgjöfin ber heitið Fræðsla til framtíðar.
Á árinu 2022 var ákveðið að prufukeyra verkefnið. Fjögur fyrirtæki tóku þátt í Fræðslu til framtíðar en eitt fyrirtæki varð að hætta við eftir að verkefnið hófst. Fyrirtækin þrjú sem fengu ráðgjöf hafa annað hvort nú þegar lokið verkefninu eða stefna á að klára það á vormánuðum 2023. Um er að ræða Svæðisgarðinn Snæfellsnes, Landnámssetrið í Borgarnesi og Courtyard by Marriott Reykjavik Keflavik Airport.
Fyrirtækin sem tóku þátt í Fræðslu til framtíðar sögðust vera ánægð með stuðninginn frá Hæfnisetrinu og nýttu sér jafnframt verkfærin á hæfni.is. Öll fyrirtækin töldu að ráðgjöfin hefði skilað árangri.
Þegar tilraunaverkefninu lauk hóf Hæfnisetrið samtal við þrjá fræðsluaðila um samstarf til eins árs. Til að fjármagna verkefnið var óskað eftir samstarfi við starfsmenntasjóðina, Landsmennt, Starfsafl og Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks. Samstarfið gerir ráð fyrir að Hæfnisetrið veiti áfram ráðgjöf um verkfærin á hæfni.is, en greiningin á fræðsluþörfum, gerð og framkvæmd fræðsluáætlunar ásamt árangursmælingum verði í höndum utanaðkomandi fræðsluaðila. Vonast er til að hægt sé að hefja verkefnið á vormánuðum 2023.
Hœfnisetur ferðaþjónustunnar heimsækir fyrirtæki og kynnir fyrir þeim ráðgjöf.
Verkefnastjóri á vegum Hæfnisetursins og stjórnandi fyrirtækis skilgreina markmið fræðslu og greina fræðsluþarfir.
Unnið er úr niðurstöðum fræðslugreiningarinnar, sett fram fræðsluáætlun og hún framkvæmd.
Verkefnastjóri og stjórnandi fara yfir hvernig tókst til með hliðsjón
af árangursmælikvörðum.
Á árinu hófst formlegt samstarf við áfangastaðastofur landshlutanna og fóru Hæfnisetrið og SAF í heimsóknir til þeirra allra. Í ágúst áttu fulltrúar Hæfnisetursins og SAF fund með áfangastaðastofu Austurlands og Norðurlands, í september hófst samtalið við áfangastaðastofu Reykjaness, Suðurlands og Vesturlands og í október var farið til Vestfjarða.
Heimsóknirnar voru upphafið að sameiginlegum undirbúningi og skipulagi opinna funda um land allt sem til stendur að halda vorið 2023. Markmið fundanna er að byggja upp samtal um hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu með áherslu á mikilvægi góðrar móttöku og þjálfunar starfsfólks. Til að fá fram þarfir og áherslur ferðaþjónustufyrirtækja voru sendar út kannanir í landshlutunum sex og alls fengust 247 svör.
Jafnframt var leitað til allra áfangastaðastofa við þróun upplýsingavefsins goodtoknow.is og fengust þar góðar ábendingar um innihald og uppbyggingu. Sett var upp tenging frá goodtoknow.is yfir á vefi áfangastaðastofanna.
Með tilkomu nýrra verkfæra hélt heimasíða Hæfnisetursins áfram að vaxa og umferð um vefinn jókst.
Til að styrkja stöðu hæfni.is sem markaðstorgs fyrir fræðslu
í ferðaþjónustu var ákveðið að fara í endurskoðun á vefnum.
Utanaðkomandi aðili var fenginn til að gera úttekt og greina tækifæri til að gera vefinn notendavænni. Í kjölfar úttektar hófst vinna við endurgerð á forsíðu hæfni.is.
Notendur á árinu: 4.171
24,7 % fleiri notendur miðað við árið á undan
Meðal heimsóknartími: 3 mín og 5 sek
Vefurinn goodtoknow.is fór í loftið 12. október 2022.
Notendur frá 12. okt til loka árs: 1.279
Meðal heimsóknartími 1 mín og 56 sek
Á árinu 2022 heimsótti starfsfólk Hæfnisetursins fyrirtæki á Suðurlandi, Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum.
Jafnframt sótti Hæfnisetrið ýmsa fundi fyrir ferðaþjónustuna til að kynna verkfæri sín og lausnir fyrir stjórnendum.
Í samstarfi við SAF hófst framleiðsla á nýjum umræðuþætti um málefni ferðaþjónustunnar og ber þáttaröðin heitið Menntaspjall. Fyrsti þátturinn var frumsýndur 11. apríl og komu tveir aðrir þættir út á árinu. Menntaspjall er tekið upp eftir Menntamorgna og gefur þeim sem fluttu erindi á Menntamorgni kost á dýpri umfjöllun um efni Menntamorguns.
Ferðin, nýtt hlaðvarp Hæfnisetursins, hóf göngu sína á árinu. Fyrsti þátturinn kom út 10. júní og annar var gefinn út 22. september.
Jafnframt var fræðslumyndbandið Diversity and cultural competence framleitt á árinu. Myndbandið fjallar um menningarhæfni í ferðaþjónustu og er hluti af verkfærinu Nýliðaþjálfun.
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF standa að fundaröðinni Menntamorgunn ferðaþjónustunnar til að koma á framfæri því sem efst er á baugi varðandi hæfni og gæði ferðaþjónustunnar á Íslandi. Á árinu voru haldnir fjórir slíkir fundir og efni fundanna var venju samkvæmt fjölbreytt:
Á fundunum sögðu fyrirtæki frá reynslu sinni, sérfræðingar og aðrir hagaðilar deildu góðum ráðum og Hæfnisetrið kynnti ný verkfæri. Fundirnir í mars og maí voru eingöngu í streymi vegna Covid-19 faraldursins. Í október var boðið upp á staðfund og streymi, en í ljósi þess að áberandi meirihluti hélt áfram að fylgjast með í streymi var tekinn sú ákvörðun að bjóða eingöngu upp á streymi þegar Mennta- morgunn var haldinn í desember.
Árið 2020 hófst vinna við að móta nám í ferðaþjónustu í takt við þarfir atvinnulífs. Greining á framboði á námi sem tengist ferðaþjónustu og þörfum atvinnugreinarinnar leiddi í ljós mikla þörf fyrir hagnýtt, þrepaskipt starfsnám sem fer bæði fram á vinnustað og í skóla og á skýra tilvísun í störf.
Á árinu 2021 voru unnar áfangalýsingar fyrir þrepaskipt nám á framhaldsskólastigi í samvinnu við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Námið er byggt upp með útskrift á hæfniþrepi tvö og þrjú og eftir kjarna námsins velja nemar sérhæfingu. Valið er milli fjögurra tegunda: Móttaka, Veitingar, Fjallamennska og Böð, lindir, lón.
Samhliða þessu fóru fram samtöl um vottun og framkvæmd við mennta- og barnamálaráðuneyti, Menntamálastofnun og starfsgreinaráð matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreina um leiðir til að koma á námi. Jafnframt var vinnan kynnt fyrir framhaldsskólum og símenntunarmiðstöðvum auk þess að samtal er í gangi við háskólasamfélagið um tengingu við áframhaldandi nám.
Markmið verkefnisins „Ferðamálanám á breiðum grunni” er að koma í framkvæmd námsbraut í ferðaþjónustu, meðal annars fyrir fólk með annað móðurmál en íslensku, í stafrænu umhverfi óháð búsetu. Markmiðið er að námið fari fram í samvinnu símenntunarmiðstöðva, framhaldsskóla og með tengingu við frekara nám á háskólastigi. Verkefnið hlaut styrk úr Fræðslusjóði og vinna hófst haustið 2022. Aðilar sem koma að verkefninu eru SÍMEY (Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar), Verkmenntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Háskólinn á Hólum, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, SAF og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Fyrsti fundur samstarfsaðilanna fór fram á Akureyri 22. september 2022. Viðræður eru við fleiri fræðsluaðila um að koma að verkefninu.
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF eru ábyrg fyrir að miðla greiningarvinnu um þarfir ferðaþjónustunnar í verkefninu, koma á tengingum við fyrirtæki vegna starfsþjálfunar, aðstoða við markaðssetningu á námi og að nýta vinnu sem þegar hefur átt sér stað þ.m.t. námskrárskrif og áfangalýsingar. Einnig hefur starfsgreinaráð í matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreinum verið hluti af þessu samtali frá því greiningarvinna um þarfirnar hófst.