Þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk Avis og Budget

Avis og Budget á Íslandi, Mímir og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hafa undirritað samning um tilraunaverkefni um fræðslu og þjálfun starfsmanna. Markmið þess er að efla gæði og færni í ferðaþjónustu hér á landi.

Avis og Budget bílaleigur eru þekkt alþjóðleg vörumerki og hafa fjölda leigustöðva um land allt sem þýðir að viðskiptavinir geta auðveldlega fengið bíl á einum stað og skilað honum á öðrum. Hafa þær vaxið ört undanfarin ár og eru starfsmenn rúmlega 200.

Á myndinni eru Inga Jóna Þórisdóttir frá Mími, Sigríður Björnsdóttir mannauðstjóri Avis og Budget á Íslandi og Haukur Harðarson verkefnastjóri hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar.

Hafðu samband