Hvað er Kanni?
Gagnaöryggi
Hver notandi býr yfir eigin dulkóðuðum gagnagrunni í Kanna. Enginn utanaðkomandi hefur aðgang að þeim gögnum, hvorki Hæfnisetrið né útgefandi verkfærisins. Allar kannanir sem eru sendar út eru því eign þess sem sendir og á ábyrgð þeirra.
Persónuupplýsingar
Persónuupplýsingar eru upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling. Einstaklingur telst persónugreinanlegur ef unnt er að persónugreina hann, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í auðkenni eins og nafn, kennitölu, staðsetningargögn eða netauðkenni sem einkenna hann.
Öll svör sem berast Kanna eru ekki merkt neinum persónulegum upplýsingum. Það er því ekki hægt að rekja svör til baka til þess sem svarar. Kanni geymir engin gögn um viðtakendur kannana og miðlar engum gögnum til þriðja aðila.
Kanni styðst ekki við neinar vafrakökur utan innri virkni síðu og geymir því engin gögn um notkun kerfisins.
Misnotkun
Kanni er verkfæri sem nýtist innan fyrirtækja. Ekki er leyfilegt að nota Kanna sem verkfæri til að senda ótengdar kannanir á persónuleg netföng sem ekki hafa gefið leyfi fyrir því að fá það sent. Slík misnotkun varðar við lög og er ábyrgð þess sem sendir. Hafir þú grun um að verið sé að misnota Kanna getur þú tilkynnt það til okkar á haefni@haefni.is
Leiðbeiningar um notkun Kanna
Persónufrelsi
Kjósir þú að útiloka þitt netfang frá Kanna getur þú sett þitt netfang inn hér: