Námsheimsókn til Skotlands

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fékk Erasmus+ styrk til þess að fara í tvær námsheimsóknir á árinu 2018. Á vormisseri var haldið til Svíþjóðar og Noregs til þess að kynnast skipulagi og aðferðum við raunfærnimat fyrir hæfniviðmið starfa (job standards)  og mótun hæfnistefnu.

Dagana 1. – 5. október heimsótti hópur starfsfólks ýmsa aðila í Skotlandi sem koma að fræðslu og þjálfun í ferðaþjónustu. Í ferðinni voru fjórir starfsmenn Hæfniseturs ferðaþjónustunnar sem FA vistar og auk þess slógust utanaðkomandi aðilar með í för: fulltrúar ráðuneyta og atvinnulífsins í stýrihópi Hæfnisetursins og fulltrúar símenntunarmiðstöðva sem taka þátt í tilraunverkefnum með Hæfnisetrinu. Hópurinn heimsótti meðal annars Tennents Training Academy og Apex hótel í Edinborg til þess að fræðast um samstarf atvinnulífsins og menntayfirvalda um menntun og þjálfun í hótel- og veitingageiranum og um samtök ferðaþjónustunnar á Skotlandi. Þá voru tveir skólar sem tilheyra  University of the Highlands and Islands heimsóttir, annarsvegar hótel- og veitingadeildin í Perth College og hinsvegar rannsóknasetrið við West Highland College. Þátttakendur eru sammála um að þeir hafa fengið nýjar hugmyndir um nálgun og framkvæmd fræðslu og þjálfun og síðast en ekki síst um tækifæri til samstarfs fræðsluaðila og atvinnulífs.

 

Hafðu samband