Góð þjálfun skilar sér í miklu öruggara starfsfólki

Humarhöfnin og Nýhöfn eru tveir veitingastaðir sem reknir eru af sömu fjölskyldunni á Höfn í Hornafirði. Nýhöfn er staðsett í elsta íbúðarhúsi bæjarins, bygg árið 1897. Humarhöfnin er  sérhæfður humarveitingastaður sem tók til starfa árið 2007.  Yfir sumarmánuðina starfa um 40 starfsmenn en yfir vetrarmánuðina fer starfsmanna fjöldinn niður í 15 manns. Þegar nýir starfsmenn byrja þá er ávallt farið í gegnum vissa þjálfun, við höfum t.d. útbúið kynningarrit um humar sem allt starfsfólk verða að kynna sér vel. Allt starfsfólk hefur möguleika á því að vinna sig upp í starfi. Góð þjálfun og fræðsla skilar sér í miklu öruggara starfsfólki og almennri ánægju. Með góðri þjálfun og fræðslu minkar allt stress mikið vegna þess að fólk veit hvað það á að gera og er betur í stakk búið að veita góða þjónustu ásamt því að geta betur tekist á við kvartanir viðskiptavina segir Eik Aradóttir einn af eigendum.

 

Humarhöfnin hefur verið í samstarfi við veitinga og hótelskóla í Póllandi sem heitir Regionala Szkola Turystyczna  en þaðan koma nemendur sem vinna bæði tímabundið og til lengri tíma hjá Humarhöfninni og Nýhöfn.  Forsvarsmenn skólans hafa komið í heimsókn í Humarhöfnina til að kynna sér staðina. Við höfum nýtt okkur fræðslu frá birgjum segir Eik.

Allt starfsfólk okkar fór á fyrirlestur um gæði og þjónustu sem Þorkell Óskar Vignisson sem lokið hefur Bacelor of international business in hotel and tourism management (BIB) við César Ritz Colleges hélt fyrir okkur. Fyrirlesturinn sló í gegn en það var mjög sýnilegt eftir á hvað starfsfólkið lærði mikið.  Við viljum gjarna vera með þjálfun frá fagaðilum sem eru tilbúnir að koma á staðin eru tilbúnir í þann sveigjanleika á tímasetningum sem henta okkur, geta kennt á ensku og eru jafnframt með verklega þjálfun. Starfsfólk verður að taka þátt í námskeiðinu ekki bara að sitja og hlusta segir Eik að lokum.

 

Hafðu samband