Góð ráð við notkun á þjálfun í gestrisni

Hvað?

Fræðsluefni ætlað til þjálfunar á vinnustað. Það inniheldur fjölbreyttar sögur af atvikum sem upp geta komið í ferðaþjónustunni. Hverri sögu fylgja verkefni. Allir geta tekið þátt, því efnið er aðgengilegt á ýmsum tungumálum

Hvar og hvenær?

Á starfsmannafundum, deildarfundum, fjarfundum og/eða á skipulögðum hópeflisdögum.

Af hverju?

  • Til að fræða og þjálfa.
  • Til að ræða raunveruleg vandamál sem hafa komið upp og finna lausnir í sameiningu.
  • Til að hrista hópinn saman.
  • Til að brjóta upp hefðbundið fundarform.

Fyrir hverja?

  • Stjórnendur fyrirtækja, framkvæmdastjóra, markaðstjóra og fræðslustjóra
  • Starfsfólk
  • Fræðsluaðila

Hvað tekur langan tíma að fara yfir efnið?

Yfirferð hverrar sögu ásamt úrlausn verkefna getur tekið 10 til 20 mínútur. Tíminn fer eftir hópunum og umræðum starfsfólks. Hægt er að taka eina sögu eða fleiri, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. 

 

Hver er ávinningurinn?

Aukin ánægja viðskiptavina. aukin gæði, færri kvartanir, meiri starfsánægja, meiri gestrisni.

Skref fyrir skref

  • Ákveddu hvar þú ætlar að vinna með söguna/sögurnar.
  • Finndu ykkar starfsgrein, hægt er að velja um eftirfarandi flokka: bílaleiga, móttaka, skoðunarferðir og akstur, veitingar, þrif og umgengni. Innan hvers flokks eru fjölbreyttar sögur.
  • Veldu tungumál, hægt er velja íslensku, ensku eða pólsku.
  • Veldu sögu sem hentar þínu fyrirtæki, eina eða fleiri.
  • Veldu stjórnanda fyrir hvern hóp. Hópstjórinn leiðir vinnuna/samtalið, dregur saman niðurstöður í lokin og hrósar þegar það á við.
  • Skiptu hópnum, gott að miða við hámark sex í hverjum hópi.
  • Byrjið á að lesa söguna, fyrst hver fyrir sig og síðan les hópstjórinn söguna upphátt.
  • Leysið í sameiningu verkefnið sem fylgir sögunni og ræðið. 
  • Hóparnir kynna niðurstöður.

Kíktu á sögurnar fyrir þjálfun í gestrisni

Hafðu samband