Við njótum elliáranna

SAGAN:

Eldri hjón njóta þess að ferðast og koma á nýja staði. Þau eru glöð og elskuleg og mæta yfirleitt vinsamlegu viðmóti þar sem þau koma. Hér er ein sagan þeirra:

Þegar við komum að hótelinu tókum við eftir að það voru falleg blóm í kerum fyrir utan en líka nokkrir sígarettustubbar. Snyrtilegur móttökustarfsmaður situr við tölvuna en stendur upp og brosir þegar hann sér okkur og býður okkur hjartanlega velkomin á hótelið. Hann segir okkur hvenær morgunmatur er og stuttlega frá hvar allt er á hótelinu. Hann segir að það hafi komið upp smá vandamál og herbergið sé því miður ekki tilbúið því enn eigi eftir að búa um rúmin. Hann biðst afsökunar og segir að það sé verið að gera allt til þess að koma því í lag og það ætti vonandi að gerast á næsta hálftímanum. Hann spyr okkur hvort við viljum hinkra eftir að herbergið verði tilbúð eða fara í það strax og þau myndu koma síðar með rúmfötin. Við sáum á starfsmanninum að honum þótti þetta leitt og hann var að reyna að gera allt sem hann gæti til þess að þóknast okkur. Við ákváðum að hinkra og hann bauð okkur að setjast í veitingasalinn og fá okkur fordrykk í boði hússins vegna biðarinnar. Við þáðum það og gengum sátt inní veitingasalinn. Þar var starfsfólk sem bar þess merki í framkomu að það vildi vera laust við truflun! Við fengum að lokum drykkina og dreyptum á þeim. Móttökustarfsmaðurinn kom svo til okkar nokkru seinna og lét okkur vita að herbergið væri tilbúið þegar við vildum.

VERKEFNIÐ:

  • Hvaða áhrif hefur aðkoma í móttökunni á gesti?
  • Hvað er til fyrirmyndar í samskiptum starfsmanns og gesta í þessari sögu?
  • Hvernig er æskilegt að bregðast við svona mistökum/bið? Nefnið dæmi.
  • Hvað gætu svona mistök kostað fyrirtækið?
  • Hvernig er hægt að sjá að starfsfólk ber þess merki í framkomu að það vildi ekki láta trufla sig? Prófið. Hvaða einkunn munu hjónin gefa þessu hóteli ef samskiptin verða áfram á svipuðum nótum? Skrifið umsögnina.

Hafðu samband