Til þjónustu reiðubúinn

SAGAN:

Erlendur ferðamaður fer í móttöku á bílaleigu til að sækja bílinn sinn. Starfsmaðurinn fer ekki yfir pöntunina með henni né hvenær eigi að skila bílnum. Hann útskýrir þó tryggingarskilmálana vandlega. Hann gefur sér heldur ekki tíma til að benda henni á að hún geti fengið betri bíl gegn viðbótargjaldi eða auka tryggingu. Hann sýnir henni skemmd á bílnum á blaði, sem hann heldur eftir, og segir hratt: „Hérna er skemmd. Ef þú sérð eitthvað meira þá láttu okkur vita svo við rukkum þig ekki fyrir það. Bíllinn er Volkswagen Polo og ætti að vera í línu hjá bensíntanknum.“ Svo bætir hann við glaðbeittur: „Það ætti að ganga vel hjá þér að finna bílinn.” Ferðamaðurinn finnur ekki bílinn þrátt fyrir útskýringarnar og fer skömmustuleg inn aftur. Starfsmaðurinn lítur þá á merkinguna á lyklinum og segir henni að bílinn sé brúnn og að yfirleitt eigi fólk ekki í nokkrum vandræðum með að finna bílana. Hann röltir af stað út og viðskiptavinurinn í humátt á eftir honum. Hann réttir henni lyklana þegar hann getur bent á bílinn sem er í um 20 metra fjarlægð og óskar henni góðrar ferðar.

VERKEFNIÐ:

  • Hvað getið þið nefnt mörg dæmi um samskipti sem þyrfti að bæta á milli viðskiptavinarins og starfsmannsins?
  • Listið upp atriðin sem þarf að upplýsa viðskiptavini um við afhendingu á bíl.
  • Hvað gæti hafa ollið því að starfsmaðurinn í þessu dæmi fór ekki yfir öll nauðsynlegu atriðin við afhendingu?
  • Hvaða tilfinningu haldið þið að viðskiptavinurinn hafi gagnvart bílaleigunni eftir þessi samskipti?
  • Hvernig sjáið þið þessa sögu út frá sjónarhorni starfsmannsins annars vegar og viðskiptavinarins hinsvegar?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband