Þjónustuvélmenni í móttöku

SAGAN:

Þreytt hjón, Sveinn og Ása, sem voru á ferðalagi í tilefni af stórafmæli Ásu, koma inn á lítið hótel á landsbyggðinni. Ása sagði þessa sögu:

Snyrtilega klæddur móttökustarfsmaður með ógreitt hár sat hokinn við tölvuna þegar við gengum inn á nýja hótelið um kl. 19. Hann snéri sér að okkur þegar við komum að móttökuborðinu en leit varla upp og heilsaði lágum rómi.

Hann sagði ekki til nafns og var ekki með nafnspjald en sagði vélrænt að þvottavélin væri biluð en herbergið tilbúið nema það vantaði handklæði. Hann bætti svo við að því miður væri BARA laust á jarðhæð en við fengjum útsýni yfir sjóinn.

Þegar við komum í herbergið var ekki búið að búa um rúmin! Herbergið var að öðru leyti snyrtilegt enda hótelið nýlegt. Ég áttaði mig á af hverju hann sagði “BARA á jarðhæð” þegar bíll ók fram hjá hótelinu og heyrðist það mjög vel inn.

VERKEFNIÐ:

  • Hvaða upplýsingar vantar frá starfsmanninum til að gestirnir átti sig á því sem hann er að segja?
  • Hvernig ætti starfsmaður að bregðast við aðstæðum sem þessum gagnvart gestum?
  • Hvað hefði starfsmaðurinn getað gert til að koma gestunum ánægjulega á óvart?
  • Leikið hvernig starfsmaður muldrar og talar vélrænt.
  • Hvað er hægt að álykta um stjórnun, samskipti, upplýsingaflæði og samvinnu á milli móttöku og þerna?
  • Hvaða áhrif hefur það á gesti þegar starfsmaður segir BARA á jarðhæð eins og í þessu dæmi?
  • Setjið ykkur í spor starfsmannsins og gefið þessar upplýsingar með skýringum og kurteisisorðum (afsakið, þykir það leitt o.s.frv.) bæði á íslensku og ensku. Sviðsetjið!

Hafðu samband