Staðið við gefin loforð

SAGAN:

Þegar hnarreistur starfsmaður sem brosti út í annað kom loksins til að tékka okkur inn sagðist hann ætla að flytja okkur á annað hótel. Vinur minn fór að hlæja því hann hélt að starfsmaðurinn væri að grínast. Starfsmaðurinn svaraði kæruleysislega: „Nei, mér er alvara.” Við spurðum af hverju hann ætlaði að senda okkur annað en hann fórnaði höndum og sagði: „Hótelið er einfaldlega upppantað.” Ég varð
alveg gáttaður og spurði hvernig það gæti gerst þar sem við ættum bókað herbergi? Starfsmaðurinn benti mér á að öll hótel í heiminum yfirbókuðu og sendu svo gesti annað. Ég veit að þetta er út í hött því ég vann á hóteli og við yfirbókuðum aldrei. SÉRSTAKLEGA ekki þegar búið var að greiða að fullu fyrir gistinguna þannig að þó gestir mæti ekki þá tapar hótelið ekki krónu. Okkur var nú góðfúslega bent
á að eina ástæðan fyrir því að við fengjum nú yfirhöfuð gistingu væri sú að annar gestur seinkaði komu sinni um einn dag.

VERKEFNIÐ:

  • Hvernig mynduð þið lýsa framkomu starfsmannsins?
  • Hvað gæti starfsmaður bætt í þjónustu og samskiptum?
  • Hvernig líður gesti sem fær svona „móttökur“?
  • Hvernig má meta dæmið út frá sjónarhorni starfsfólks annarsvegar og yfirmanns hinsvegar?
  • Leikið hvernig starfsmaður er hnarreistur og brosir út í annað, fórnar höndum og hvernig hann er kæruleysislegur.

Hafðu samband