Sótt á flugvöllinn

SAGAN:

Móttökurnar á flugvellinum voru hörmung! Við létum vita að flugið lenti kl. 11:55. Bílstjórinn sem sótti okkur var kominn á réttum tíma og hann hraðaði sér út og lét okkur um farangurinn. Við flýttum okkur eins og við gátum með farangurinn en hann hafði lagt langt frá flugstöðinni. Þegar við nálguðumst hótelið okkar, benti hann upp götuna til að gefa til kynna hvar það væri, jafnvel þó að aðrar smárútur hafi sótt farþega sína beint fyrir framan hótelið. Við sáum strax eftir að hafa pantað hringferð hjá sama fyrirtæki! Sem betur fer fyrir okkur var ferðin til flugvallarins mun betri. Við vorum sótt á tilsettum tíma af kurteisum bílstjóra og við hótelið okkar. Hann hjálpaði okkur með farangurinn bæði á hótelinu og á flugvellinum. Reynsla okkar af fyrirtækinu er því misjöfn en við hvetjum fólk til að skipta við aðra.
Ég verð þó að hrósa þeim sem veita stuðning á netinu. Það varð breyting á brottför flugvélarinnar okkar, svo að við hefðum misst af tengiflugi. Við fengum strax svör og hjálp og var boðið að breyta dagsetningu flugsins. Það er ótrúlegt að fyrirtæki sem sinnir viðskiptavinum sínum svona vel á netinu skuli veita jafn hræðilega þjónustu í raunveruleikanum.

VERKEFNIÐ:

Hvaða áhrif hefur viðmót bílstjórans á farþegana?

Hver er þáttur tungumálakunnáttu í samskiptum?

Skiptir máli að bílstjóri leggi sig fram um að mæta þörfum farþega?

Skiptir máli að bílstjóri miðli upplýsingum um áfangastað og hafi þekkingu á leiðinni?

Hefur ein neikvæð upplifun meiri áhrif á ferðamenn en margar jákvæðar upplifanir?

Hafðu samband