Misskilningur um skoðunarferðir

SAGAN:

Ungt par ætlar að fara í skoðunarferð um helstu náttúruperlur á Snæfellsnesinu á lokadegi Íslandsferðar og hafði bókað ferðina í gegnum hótelið þeirra í Reykjavík. Það var búið að staðfesta tímasetningar í tölvupóstsamskiptum við tvo mismunandi starfsmenn hótelsins. Parið mætir á tilteknum tíma í móttökuna um morguninn en bíllinn sem á að koma þeim í rútuna er ekki á staðnum. Þau spyrjast fyrir í móttökunni þar sem starfsmaðurinn tekur eftir því að tímasetningarnar sem samstarfsfólkið hans hafði í tvígang staðfest eru ekki réttar. Starfsmaðurinn hefur samband við rútufyrirtækið og fær þær upplýsingar að rútan er lögð af stað.

VERKEFNIÐ:

  • Hvernig getur starfsmaðurinn brugðist við til að leysa úr stöðunni?
  • Hvað gæti hafa valdið þessum ruglingi með tímasetningarnar?
  • Hvernig er hægt að koma í veg fyrir slíkt atvik?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband