Hver ber ábyrgð og afhverju?

SAGAN:

Sveinn og Ása halda áfram sögu sinni:
Þegar við voru búin að keyra í um það bil klukkustund áttuðum við okkur á að við höfðum gleymt handtöskunni okkar við hliðina á gestatölvunni. Í henni voru ýmis mikilvæg gögn sem við þurftum að nota í ferðinni. Við urðum mjög stressuð yfir þessu og hringdum í hótelið. Þar svaraði starfsmaður strax og sagði töskuna blasa við sér við gestatölvuna. Hann bætti við þreytulega að núna væri hann að svara tvö hundruð póstum en myndi fylgjast með töskunni.

Við ókum hratt til baka en þegar við komum í móttökuna var enginn þar! Handtaskan var sem betur fer á sama stað og við skildum hana eftir. Við fullvissuðum okkur um að allt væri í henni en gáfum okkur ekki tíma til að leita að starfsmanni, heldur tókum handtöskuna og drifum okkur aftur af stað.

VERKEFNIÐ:

Hvernig leið hjónunum á leiðinni til baka að ná í töskuna?
• Hvað hugsaði starfsmaðurinn þegar hann koma aftur í móttökuna og sá að taskan var horfin? Komið með nokkur mismunandi svör.
• Hvað hefði starfsmaðurinn getað gert til að allir væru sáttari?
• Hvað hugsaðu hjónin þegar þau sáu að enginn var í móttökunni þegar þau komu?
• Hvað gerist á hótelinu ef þessi saga birtist á netinu?

Hafðu samband