Beinskipti bílinn

SAGAN:

Bandarískur farþegi er að sækja bílaleigubílinn sinn við komuna í Keflavík, þegar hann uppgötvar að bílinn er beinskiptur. Hann er mjög ósáttur við starfsmanninn í móttöku og segist hafa pantað sjálfskiptan bíl því hann geti ekki keyrt beinskiptan. Þar að auki hafi hann verið tvírukkaður þegar hann pantaði bílinn á heimasíðu bílaleigunnar og hefði þurft að hringja og senda tölvupósta til að fá það leiðrétt. Starfsmaðurinn sér í tölvunni að það var pantaður beinskiptur bíll og er ekki viss um hvernig á þessu stendur. Hugsanlega er um skráningarmistök að ræða. Viðskiptavinurinn er mjög ýtinn og reiður. Starfsmaðurinn kannar gaumgæfilega hvort hægt sé að fá sjálfskiptan bíl í ódýru flokkunum en svo er ekki. Hann ákveður að bjóða farþeganum betri bíl og halda verðinu óbreyttu.

VERKEFNIÐ:

  • Haldið þið að viðskiptavinurinn sé sáttur við þessa lausn?
  • Hvað er hægt að gera í málinu ef viðskiptavinurinn er ekki sáttur?
  • Nefndu þrjú atriði sem hefðu getað gagnast vel til að róa viðskiptavininn.
  • Hvaða viðhorf þarf starfsmaður að temja sér til að fást við reiða viðskiptavini?
  • Hvernig haldið þið að starfsmanninum hafi liðið í þessari stöðu?
  • Hvernig geta samstarfsfélagar og stjórnendur veitt stuðning þegar starfsmaður tekst á við erfiðar aðstæður?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband