Hrós til starfsmanns

SAGAN:

Ánægður gestur sendir tölvupóst á eiganda gistiheimilis til að hæla
starfsmanni. Gesturinn fær jákvæð viðbrögð við tölvupóstinum frá
eiganda gistiheimilisins og starfsmaðurinn fær afrit. Tölvupósturinn hljóðaði svo:
„Sæl og blessuð,
Við mæðgur gistum eina nótt á Gistiheimilinu ykkar 15.-16. ágúst.
Herbergið var mjög fínt og allur aðbúnaður góður. Það sem fór fram
úr væntingum var hvað konan sem sá um veitingarnar í
morgunverðarhlaðborðinu var glaðleg og hjálpsöm. Hún sagði okkur
frá skemmtilegum stöðum til að skoða. Ég heyrði hana líka leiðbeina
fleirum. Svona starfsfólk gerir heimsóknina ánægjulega og
eftirminnilega.“

VERKEFNIÐ:

  • Hvaða áhrif hefur svona hrós á starfsmanninn sem sá um veitingarnar í morgunverðarhlaðborðinu?
  • Hvaða áhrif hefur svona þakkarkveðja á starfsandann á vinnustaðnum?
  • Veltið fyrir ykkur hver áhrifin væru ef í póstinum væru kvartanir og skammir.

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband