Hefur gesturinn alltaf rétt fyrir sér?

SAGAN:

Hjón telja sig vera búin að greiða hóteldvöl í gegnum bókunarsíðuna. Þegar þau tékka sig út þurfa þau að bíða nokkuð lengi. Þegar röðin kemur að þeim og þau láta vita að þau séu búin að borga fer móttökustarfsmaðurinn að fletta fram og til baka í tölvunni. Gestirnir verða óþolinmóðir og benda honum á að þau séu að flýta sér annað. Starfsmaðurinn segist sjá í tölvunni að ekki sé búið að borga. Hann biður hjónin vingjarnalega um að athuga bankamál og þá uppgötva gestirnir að starfsmaðurinn hefur rétt fyrir sér.

VERKEFNIÐ:

  • Hvað gæti verið ástæðan fyrir þessum misskilningi?
  • Hvað má mögulega bæta í þessum samskiptum?
  • Hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessa töf?
  • Hvernig líður starfsmanni sem þarf að leiðrétta gesti?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband