Þungbúni fararstjórinn

SAGAN:

Raundæmi frá sjónarhorni starfsmanns: „Í dag kom til okkar blaðskellandi og glaður hópur. Það var rólegt hjá
okkur og við höfðum því góðan tíma til að spjalla við þau. Við
sögðum þeim frá umhverfinu og spurðum til dæmis spurninga eins
og: „Hvað langar ykkur helst að gera? Eruð þið búin að sjá…?“ Það
var gaman að heyra hvað ferðalangarnir spurðu mikið og vildu hjálp
við að gera dvölina sem ánægjulegasta. Við sögðum þeim frá
viðburðum í nágrenninu, hvaðan maturinn væri sem var á boðstólum
hjá okkur og tengdum við sögur um til dæmis hvernig hverabrauð er
bakað. Einn spurði um Skálholt, annar var útivistarmaður og þá
bentum við að sjálfsögðu á hestaleiguna o.s.frv.
Einhverra hluta vegna höfðum við gleymt að taka drykkjarpöntun hjá
hóp sem var, að mér fannst, nýlega kominn. Fararstjórinn var
þungbúinn og hellti yfir mig skömmum. Ég var ekki viss hvort ég ætti að bjóða honum að ræða
þetta afsíðis því hann truflaði aðra gesti. Ég gætti þess að nota
viðeigandi líkamstjáningu, telja upp að tíu í huganum, tala með
eðlilegum raddstyrk, bregðast við málefninu en ekki manneskjunni.
Ég baðst svo innilega afsökunar og sagði að drykkirnir yrðu í boði
hússins.“

VERKEFNIÐ:

  • Hvaða áhrif hefur það á gesti að starfsfólk þekki umhverfið sitt vel og geti frætt þá og aðstoðað?
  • Hvað gæti hafa farið úrskeiðis varðandi undirbúning og skipulag hjá seinni hópnum?
  • Komið með tillögu um hvernig er best fyrir stjórnendur að þjálfa starfsfólk sitt til að mæta ólíkum hópum við ólíkar aðstæður.
  • Hvernig hefði verið hægt að forðast þennan árekstur?
  • Hvernig er best að halda heilbrigðri dómgreind og taka rökréttar ákvarðanir þrátt fyrir streituvaldandi aðstæður?
  • Af hverju var mikilvægt að þjóninn fór ekki í gagnárás við fararstjórann?

 

Raundæmi frá Gerum betur.

Hafðu samband